Íslandsmót Iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017
21.Október 2016

Dagana 16. – 18. mars 2017 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll.
Framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og mun starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.

 

Íslandsmót iðn- og verkgreina er viðburður sem haldinn er reglulega og stendur keppnin yfir í þrjá daga. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Dómarar fara yfir verkefnin að keppni lokinni, meta gæðin og velja þá sem skara fram úr í hverri grein.

Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanema á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í greinunum hefur upp á að bjóða.

Gestir fá að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.


Nánari upplýsingar veita Elin Thorarensen Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  og Þór Pálsson Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Um Skills Iceland

Samtök um Íslandsmót iðn- og verkgreina og erlent samstarf við félög um keppnir var stofnað í Iðnskólanum í Hafnarfirði mánudaginn 15. nóvember. Samtökin hafa vinnuheitið SkillsÍsland en verið er að vinna í því að finna íslenskt nafn. Við þetta tilefni flutti mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir erindi. Lýsti hún ánægju með þetta framtak og taldi að keppnir væri góð aðferð til að kynna iðn- og verknám fyr
nánar