Allir velkomnir á Mín framtíð 14. - 16. mars
07.Febrúar 2019

Verkiðn býður öllum í heimsókn á Mín framtíð í Laugardagshöll dagana 14. – 16. mars 2019. 

Laugardaginn 16. mars er opið milli klukkan 10 og 16.
Fimmtudaginn 14.3 og föstudaginn 15.3 er opið milli kl. 14 og 17 fyrir almenning.

Fræðsluaðilar kynna fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og fram fer keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Boðið er upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta, snerta og smakka. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að kynna sér allt nám á framhaldsskólastigi á einum stað.

33 framhaldsskólar alls staðar af landinu kynna fjölbreytt námsframboð sitt. Nemendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um nám og störf.

29 iðngreinar taka þátt í Mín framtíð 2019. Flestar iðngreinarnar eru með keppendur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Unga fólkið sýnir rétt handbrögð og tækni sinnar greinar um leið og það tekst á við krefjandi verkefni og spennuna sem fylgir því að keppa. Sigurvegarar fá margir hverjir tækifæri til að keppa í EuroSkills að ári.

Einnig kynna eftirtaldir aðila þjónustu sína: BMX BRÓS, Erasmus +, Félag náms- og starfsráðgjafa, Fagkonur, Heimavist MA og VMA, Iðan fræðslusetur, Iðnú, Kvasir - samtök símenntunarmiðstöðva, SÍF samband íslenskra framhaldsskólanema, Rafmennt, Reykjavík FabLab og Team Spark.

 

Það verður mikið líf og fjör í Laugardalshöllinni þessa þrjá daga þar sem um 7000 grunnskólanemendur alls staðar af landinu munu koma fyrstu tvo dagana til að skoða, prófa og fræðast.

Laugardagurinn k. 10:00 - 16:00 er Fjölskyldudagur. Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar til að koma og fræðast, upplifa og skemmta sér.


Aðgangur ókeypis

 
Um Skills Iceland

Samtök um Íslandsmót iðn- og verkgreina og erlent samstarf við félög um keppnir var stofnað í Iðnskólanum í Hafnarfirði mánudaginn 15. nóvember. Samtökin hafa vinnuheitið SkillsÍsland en verið er að vinna í því að finna íslenskt nafn. Við þetta tilefni flutti mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir erindi. Lýsti hún ánægju með þetta framtak og taldi að keppnir væri góð aðferð til að kynna iðn- og verknám fyr
nánar