Verkefnasamkeppni
17.Mars 2014

Verkiðn efnir til samkeppni meðal nemenda 8. til 10. bekkjar grunnskóla sem heimsækja Kórinn dagana 6. til 8. mars og eru allir skólar hvattir til þátttöku.

Verkefnið á að fjalla um heimsókn nemenda í Kórinn.
Þemað er: ÍSLANDSMÓT IÐN- OG VERKGREINA 2014 OG FRAMHALDSSKÓLAKYNNINGIN: Upplifun mín af því sem ég sá.

Þeir grunnskólar sem ákveða að taka þátt í keppninni ákveða nánari útfærslu sjálfir. Dæmi um útfærslu: ritgerð, myndband eða glærukynning.
Einstaklings- eða hópverkefni (2 til 3 nemendur).
Lengd ritgerðar 400 til 600 orð.
Lengd myndbands 2 til 3 mínútur.

Dómnefnd í hverjum skóla fyrir sig velur tvö bestu verkefnin og sendir þau til Verkiðnar fyrir 25. mars á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða á Stórhöfða 31, 110 Reykjavík, merkt: Verkiðn samkeppni.

 

Veglegir vinningar í boði:
1. Verðlaun: Ævintýri í Reykjanesbæ.
Gisting með morgunverði, fyrir fjölskyldu vinningshafa, kvöldverður, ýmis afþreyging og bókaverðlaun
2. Verðlaun: Spennandi Suðurland.
Gisting á Hótel Selfoss með morgunverði fyrir fjölskyldu vinningshafa og bókaverðlaun.
3. til 5. Verðlaun: Bókaverðlaun.

Tilkynnt verður um verðlaunahafa 30. apríl á heimasíðu og Facebook síðu Verkiðnar.
Haft verður samband við vinningshafa. Verkiðn áskilur sér rétt á nýtingu alls innsends efnis. Nánari upplýsingar hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Um Skills Iceland

Samtök um Íslandsmót iðn- og verkgreina og erlent samstarf við félög um keppnir var stofnað í Iðnskólanum í Hafnarfirði mánudaginn 15. nóvember. Samtökin hafa vinnuheitið SkillsÍsland en verið er að vinna í því að finna íslenskt nafn. Við þetta tilefni flutti mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir erindi. Lýsti hún ánægju með þetta framtak og taldi að keppnir væri góð aðferð til að kynna iðn- og verknám fyr
nánar